top of page

Borg útfararþjónusta

Andlát ástvinar er álagstími í lífi fólks og  mikilvægt að gefa sorginni svigrúm og njóta samvista við sína nánustu. 

 

Við styðjum og hjálpum aðstandendum að skipuleggja og annast alla þætti sem sem fylgja útförinni og veitum persónulega þjónustu með virðingu að leiðarljósi.

Fagmennska - virðing - umhyggja

Borg útfararþjónusta var stofnuð í ársbyrjun 2020. Þjónustusvæði er Vesturland og höfuðborgarsvæðið, svo og annars staðar eftir samkomulagi. Eigendur og umsjónaraðilar útfara eru Guðný Bjarnadóttir og Gréta Björgvinsdóttir.

Við skipulagningu útfarar er að mörgu að huga og mikilvægt að hlúð sé vel að óskum aðstandenda.

Við styðjum og hjálpum við skipulagningu og önnumst alla þætti útfarar -sem hver er einstök og tekur mið af óskum ástvina.

Borg útfararþjónusta veitir alhliða þjónustu við syrgjendur óháð trúarbrögðum og lífsskoðunum.

Við leggjum áherslu á persónulega og faglega þjónustu við undirbúning og framkvæmd útfarar.

 

Í samráði við aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sér útfararþjónustan um flutning hins látna í líkhús.

Borg útfararþjónusta hefur öll tilskilin leyfi til útfararþjónustu. Starfsmenn undirrita siðareglur sem gilda fyrir útfararstofnanir í Evrópu og eru bundnir þagnarskyldu í störfum sínum.

Um okkur
Gudny.jpg

Guðný Bjarnadóttir

Sími: 869 7522

Bakgrunnur og menntun:

Er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og djákni.

Hefur starfað víða í heilbrigðiskerfinu m.a á

Akranesi, Reykjavík og Vestmannaeyjum

greta.jpg

Gréta Björgvinsdóttir

Sími: 770 0188

Bakgrunnur og menntun:

Lærður hársnyrtir og leirsmiður.

Aðaláhersla á fjölskyldu og uppeldi barna.

Margvísleg önnur reynsla t.d útfararþjónusta

Verðskrá

 

Verðin eru leiðbeinandi og margt í boði hvort sem um kistur eða blómaskreytingar eða annað er að ræða sem til þarf.  Íslenski fáninn er einnig valkostur á kistu í stað blóma, hann leggjum við til að kostnaðarlausu.Í samtölum er farið yfir óskir aðstandenda og skipulag miðað eftir þeim. Hafa ber í huga að margar leiðir eru færar og aðstoðum við aðstandendur að fylgja sínum óskum. Sé eftir því óskað, sjáum við um tilkynningar í fjölmiðla, útvegum streymi, sal og veitingar fyrir erfi, svo dæmi séu tekin.

Við höfum einnig mjög fjölbreytt tónlistarfólk á okkar snærum.

Rétt er að taka fram að við þjónustum víða, bæði í borg og bæjum. Erum lausnarmiðaðar, útsjónarsamar og leggjum ríka áherslu á að veita góða þjónustu.

Ekki er greitt umsýslugjald fyrir kistur, blóm, tónlistarfólk eða streymisveitur
en 
flutningskostnaður bætist við vörur sé útför utan höfuðborgarinnar.

Útfararþjónusta og tónlistarfólk er undanskilið virðisaukaskatti.

Verðskrá
Útförin

Hverju þarf að huga að?

Athöfnin

Aðstandendur velja þann sem þau óska að taki að sér útförina:  

prest, athafnastjóra eða forstöðumann trúfélags. 

Staður og stund

Í samráði við prest/athafnastjóra eða forstöðumann trúfélags er staður og stund fyrir kistulagningarbæn og útför ákveðin.

Kista eða ker

Borg útfararþjónusta annast bæði jarðarfarir og bálfarir.  

Borg býður upp á gott úrval af kistum og kerjum.

Contact
bottom of page